Enski boltinn

Arsene Wenger: Það er alltaf léttir að skora sigurmark á 88. mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Song skorar hér sigurmark Arsenal í dag.
Alex Song skorar hér sigurmark Arsenal í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
„Þegar þú skorar ekki sigurmarkið fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok þá er það alltaf léttir," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur á West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alex Song skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

„Við þurftum að vera þolinmóðir og klókir því við máttum ekki geta nein mistök á móti baráttuglöðu og vel skipulögðu liði. Við gerðum enga vitleysu, vorum skynsamir og það skilaði okkur markinu," sagði Wenger.

„Þegar boltinn fór í stöngina og í hendurnar á þeirra markverði þá hélt ég að þetta væri einn af þessum dögum þegar ekkert gengur. Við héldum samt áfram og sýndum enn á ný frábært hugarfar," sagði Wenger.

„Liðið hefur þroskast og við erum að sýna það með því að halda ró okkar þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Leikmennirnir eru yfirvegaðari en áður. Við eigum góða möguleika á að vinna titilinn en þurfum fyrst að ná upp meiri stöðugleika," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×