Sport

Barcelona-liðið komið í bikarúrslitaleikinn

Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins með 3-0 útisigri í seinni undanúrslitaleiknum á móti Almería í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 5-0 og því 8-0 samanlagt. Seinna í kvöld spila Real Madrid og Sevilla seinni leik sinn en Real vann 1-0 sigur í fyrri leiknum.

Fótbolti

Enski boltinn: Úrslit úr leikjum kvöldsins

Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var hægt að fylgjast með gangi mála í leikjunum á Boltavaktinni á visir.is. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahóp Fulham sem tók á móti Newcastle.

Enski boltinn

Gary Neville er hættur í fótbolta

Gary Neville, varnarmaður Manchester United, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik en þetta kemur fram á BBC. Neville er 35 ára gamall og lék sinn síðasta leik með Manchester United á móti West Brom á nýársdag.

Enski boltinn

Mikil pressa á Andy Carroll

Félagsskipti Andy Caroll frá Newcastle til Liverpool hafa vakið mikla athygli enda ekki að ástæðulausu. Verðmiðinn, 35 milljónir punda, gerir Carroll að áttunda dýrasta knattspyrnumanni sögunnar.

Enski boltinn

Alonso sló Vettel við á Spáni

Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma ökumanna á öðrum degi æfinga á Valencia brautinni á Spáni í dag, en Sebastian Vettel á Ferrari annar. Alonso varð fimmti fljótastur í gær, en Vettel sneggstur. Þessir tveir kappar voru efstir í stigamótinu í fyrra.

Formúla 1

Kevin Sims mun klára tímabilið með Grindavík

Grindvíkingar eru loksins búinn að finna eftirmann Brock Gillespie sem sveik þá og hætti við að koma til landsins. Nýi leikmaðurinn heitir Kevin Sims og er 23 ára bakvörður. Þetta kom fram á heimasíðu Grindvíkinga í dag.

Körfubolti

Sum kaup Dalglish hafa heppnast betur en önnur

Kaup Liverpool á Andy Caroll á 35 milljónir punda frá Newcastle hafa líkast til ekki farið framhjá neinum. Þetta er þó langt í frá í fyrsta skipti sem Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool reiðir fram háar fjárhæðir fyrir framherja. Eins og gengur hafa sum kaupin heppnast betur en önnur.

Enski boltinn

Átti Gylfi Þór að verða miðvörður?

Að sögn Ólafs Kristjánssonar, þjálfara meistaraflokksliðs Breiðabliks, leit út fyrir að Steve Coppell, þáverandi þjálfari Reading, vildi nýta krafta Gylfa Þórs Sigurðarssonar í stöðu miðvarðar. Þetta kom fram í máli Ólafs á þjálfaranámskeiði sem KSÍ stóð fyrir um síðustu helgi.

Fótbolti

Verður hinn 41 árs gamli Karlsson nýliði ársins?

Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað“.

Golf

Torres, Drogba og Anelka gætu allir byrjað inná gegn Liverpool

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea getur eflaust ekki beðið eftir því að mæta Liverpool á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni þar sem að Fernando Torres mun væntanlega leika sinn fyrsta leik fyrir félagið – gegn sínu gamla liði. Ekkert heiðursmannasamkomulag er í gildi á milli félagana þessa efnis að Torres leiki ekki gegn sínu gamla liði.

Enski boltinn

Vettel stoltur af fyrstu skrefunum

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins.

Formúla 1