Enski boltinn

Redknapp staðfestir tilboð Tottenham í Rossi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giuseppe Rossi í leik með Villarreal.
Giuseppe Rossi í leik með Villarreal. Nordic Photos / AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur staðfest að félagið lagði fram 35 milljóna punda tilboð í Giuseppe Rossi, leikmann Villarreal.

Tottenham reyndi að kaupa nokkra leikmann áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Til að mynda Andy Carroll frá Newcastle, Sergio Aguero og Diego Forlan frá Atletico Madrid sem og Rossi. En ekkert gekk.

Daniel Levy er stjórnarformaður Tottenham og sagði Redknapp í viðtali við enska fjölmiðla að hann hefði verið að vinna í þessum málum.

„Daniel sagði alltaf að ef við myndum finna rétta leikmanninn þá myndum við reyna að fá hann. En það reyndist erfitt," sagði Redknapp.

„Hann reyndi að fá Rossi. Ég held að hann hafi boðið 35 milljónir á endanum."

„Það er erfitt að fá góða leikmenn nema að borga fyrir þá mikinn pening. Við gátum ekki fengið Rossi vegna þess að Villarreal vildi ekki selja hann."

Manchester United samdi við Rossi þegar hann var 27 ára gamall en hann fór frá félaginu til Villarreal árið 2007. Þar hefur hann verið síðan og skorað 45 mörk í 111 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×