Sport

Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá

Ytri Rangá er að gefa ágætlega miðað við árstíma en undanfarið hefur veiðin verið í 35 til 50 laxar þó að síðustu tveir dagar gáfu minna eða um 20 laxa. Mest hefur veiðst á maðk undanfarið en flugan er ekki langt á eftir. Lúsugir laxar hafa veiðst síðustu daga svo það er en lax að ganga í ánni.

Veiði

Rut gæti misst af HM

Landsliðskonan Rut Jónsdóttir gæti misst af HM í Brasilíu í desember en hún slasaðist illa á hné í leik gegn FIF.

Handbolti

Ólafur búinn að velja Portúgalshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og síðasti leikur íslenska A-landsliðsins undir stjórn Ólafs.

Íslenski boltinn

Roberto Carlos verður spilandi þjálfari hjá Anzhi

Rússneska liðið Anzhi Makhachkala hefur rekið þjálfarann Gadzhi Gadzhiyev eftir dapurt gengi liðsins að undanförnu. Það er aðeins einn mánuður síðan Anzhi keypti Samuel Eto'o frá Inter Milan. Brasilíumaðurinn Roberto Carlos verður spilandi þjálfari hjá Anzhi.

Fótbolti

James Bartolotta kemur aftur til ÍR-inga

ÍR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við bakvörðinn Andrew Brown sem var til reynslu hjá liðinu í haust. Í stað hans kemur hinsvegar James Bartolotta sem lék með liðinu í síðari hluti tímabilsins í fyrra. ÍR-ingar mæta því sterkir til leiks í Iceland Express deildina í körfubolta í vetur.

Körfubolti

Holden frá í sex mánuði til viðbótar

Bolton varð fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að bandaríski miðjumaðurinn Stuart Holden verður frá næstu sex mánuðina. Hann er nýkominn aftur af stað eftir að hafa slitið krossband í mars síðstliðnum.

Enski boltinn

Margar skytturnar í góðri veiði í morgun

Klukkan átta í morgun fengum við hjá Veiðivísi símtal frá veiðimenni sem var ofan í skurði og vildi koma því á framfæri að það væri allt fullt af gæs fyrir norðan í Skagafirðinum.

Veiði

Fotbollskanalen: Lars Lagerbäck er í viðræðum við KSÍ

Sænski vefmiðillinn, Fotbollskanalen, hefur heimildir fyrir því að Lars Lagerbäck sé í viðræðum við íslenska knattspyrnusambandið um að taka við íslenska landsliðinu. Lagerbäck hitti forseta austurríska sambandsins í vikunni en síðan varð ekkert úr því að hann tæki við landsliði Austurríkis.

Íslenski boltinn

Vitum að við erum með betra lið en mörg önnur

"Það er aldrei gaman að þurfa að taka sér frí frá fótbolta. En ef andlegi þátturinn er ekki 100 prósent þá ertu bara hálfur maður,“ sagði Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fréttablaðið um ástæður þess að hann missti af tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.

Enski boltinn

Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu.

Körfubolti

Tevez vikið frá störfum í tvær vikur

Manchester City birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þess efnis að félagið hefði vikið Carlos Tevez frá störfum í mest tvær vikur á meðan að rannsókn á atburðum gærkvöldsins fer fram.

Enski boltinn