Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Ingimundur Ingimundarson hefur tekið af sér nokkur kíló að undanförnu. Fréttablaðið/Anton Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita