Sport

Chicago Fire á höttunum eftir Ferdinand

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur bandaríska MLS-liðið Chicago Fire að fá Rio Ferdinand í sínar raðir þegar að samningur hans við Manchester United rennur út. Umboðsmaður kappans segir Ferdinand ekki hafa áhuga á að fara liðsins í sumar.

Enski boltinn

Þór/KA tapaði stórt fyrir Potsdam út í Þýskalandi

ÞóR/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sex marka tap, 2-8, í síðari leiknum á móti þýsku meisturunum í Turbine Potsdam í 32 liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fór fram í Þýskalandi en Turbine Potsdam vann fyrri leikinn 6-0 á Akureyri og þar með 14-2 samanlagt.

Íslenski boltinn

Sahin má spila með Real Madrid

Nuri Sahin hefur loksins fengið grænt ljós frá læknum Real Madrid og getur því spilað með liðinu þegar að keppni hefst á ný í spænsku úrvalsdeildinni eftir landsleikjafríið um helgina.

Fótbolti

Veiði leyfð á 31.000 rjúpum

Umhverfisráðherra hefur gefið frá sér yfirlýsingu á vef ráðuneytisins þar sem tilkynnt er um ákvörðun ráðherra um tilhögun veiða á rjúpu á þessu hausti.

Veiði

Golfkennslumyndbönd á sjónvarpshlutanum á Vísir

Golftímabilinu fer brátt að ljúka hér á Íslandi og styttist í að flestir golfvellir landsins loki. Íslenskir kylfingar eru samt sem áður slá golfbolta í vetur hér á landi og erlendis. Golfkennslumyndbönd eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísir og ættu þau að nýtast þeim sem vilja bæta leik sinn. Þar er að finna brot úr Golfskóla Birgis Leifs Hafþórssonar og kennslumyndbönd frá Michael Breed.

Golf

McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf

McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn.

Formúla 1

Sven-Göran búinn að tala við Beckham

Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Leicester, hefur þegar rætt þann möguleika við David Beckham að kappinn gangi til liðs við enska B-deildarfélagið þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Elokobi-hornið í Kamerún

George Elokobi varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins lék ekki með Wolves um s.l. helgi og fór Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 sport yfir málin í Sunnudagsmessunni. Elokobi var staddur í heimalandi sínu Kamerún þar sem hann vann að uppbyggingu fótboltans með margvíslegum hætti.

Enski boltinn

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Körfubolti

Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar?

Eins og rætt hefur verið er ákvörðun Umhverfisráðherra ekki ennþá komin í hús og veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að sjá hvort rjúpnaveiðar verði leyfðar í ár eða ekki. Mjög víða í umræðunni hefur komið upp sá efi að veiðimenn séu einn stærsti þátturinn í því að rjúpann á undir högg að sækja í sumum landshlutum í dag. Það virðist alveg gleymast að það eru aðrir þættir sem hafa líka mikil áhrif.

Veiði

Maradona vill fá Tevez til Al Wasl

Enskir fjölmiðlar staðhæfa í dag að Diego Maradona og eigendur arabíska félagsins Al Wasl hafi áhuga á að „bjarga“ Carlos Tevez frá Manchester City eins og það er orðað.

Enski boltinn