Handbolti

Sverre og félagar töpuðu gegn meisturunum

Sverre verst.
Sverre verst.
Þýskalandsmeistarar Hamburg komust upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið lagði Sverre Jakobsson og félaga í Grosswallstadt. Lokatölur 31-22.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en Hamburg leiddi með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik. Eftir því sem leið á síðari hálfleikinn breikkaði bilið og meistararnir sigldu sigrinum heim.

Sverre komst ekki á blað en var kastað einu sinni af velli. Hans Lindberg átti frábæran leik hjá Hamburg og skoraði 9 mörk.

Hamburg er með 18 stig í öðru sæti en er samt 8 stigum á eftir toppliði Kiel sem er búið að vinna alla leiki sína í deildinni. Grosswallstadt er í tólfta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×