Sport

„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari.

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur
Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar.

Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar
NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu.

Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að finna sér nýjan starfsvettvang. Hann ætlar að hella sér út í pólitíkina og er kominn í innsta hring flokks Erdogan Tyrklandsforseta.

„Spiluðum mjög vel í dag“
Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City.

Dómara refsað vegna samskipta við Messi
Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava komst í fréttirnar í vikunni eftir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Sporting Kansas City. Þetta hefur nú dregið dilk á eftir sér.

„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“
„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna
Orri Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad sem vann góðan sigur á Leganes í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Stórlið PSG og Juventus unnu góða útisigra í leikjum kvöldsins í franska og ítalska boltanum.

Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.

Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn.

Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar
Lið Fredericia í danska handboltanum situr í þriðja sæti dönsku deildarinnar eftir góðan útisigur á liði Nordsjælland í dag.

„Við þurfum annan titil“
Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik.

Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad
Íslendingaliðið Kolstad vann öruggan sigur þegar liðið mætti Follo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingar voru í stóru hlutverki hjá Kolstad í dag.

Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag.

Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.

Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum
Bayern Munchen er með átta stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Frankfurt á heimavelli í dag.

„Við vorum yfirspenntar“
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum.

Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik fyrir Kadetten Schaffhausen sem vann öruggan sigur í svissnesku deildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru báðir fjarverandi þegar Magdeburg vann í Þýskalandi.

Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum
Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum.

Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum
Panathinaikos tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu grísku deildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið sló Víkinga út úr Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.

Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna
Hinn nítján ára gamli Breki Baxter var hetja Eyjamanna í Lengjubikarnum í fótbolta í dag.

Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla
Newcastle lenti snemma undir á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en svöruðu með fjórum mörkum á ellefu mínútum og enduðu á að vinna leik liðanna 4-3.

Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool
Manchester City verður án síns markahæsta leikmanns í stórleiknum á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru örugglega búnar að gleyma því hvernig það er að tapa. Sigurganga liðsins hélt áfram í dag og íslenska landsliðskonan var í stuði.

Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti
Dinamo Búkarest styrkti enn frekar stöðu sína á toppi rúmensku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir heimasigur á liðinu í þriðja sæti í dag.