Handbolti

Donni með skotsýningu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson raðaði inn mörkum í dag.
Kristján Örn Kristjánsson raðaði inn mörkum í dag. VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, sýndi sínar bestu hliðar þegar Skanderborg sigraði Ringsted, 33-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Donni skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Hann var langmarkahæstur á vellinum.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk fyrir Ringsted sem er í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig.

Skanderborg er aftur á móti í 3. sætinu með tólf stig en liðið hefur unnið sex af fyrstu átta deildarleikjum sínum.

Donni er níundi markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar með 45 mörk.

Ágúst Elí Björgvinsson lék ekki með Álaborg sem rúllaði yfir Fredericia, 38-20. Álaborg er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×