Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2025 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Ívar Fannar Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni. HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni.
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira