Fréttir

Sál­fræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta.

Innlent

Tollar, höfundar­réttur og þögn lög­reglu í kynferðisbrotamálum

Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipða. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins.

Innlent

Lið­þjálfi skaut fimm aðra her­menn

Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur.

Erlent

Fundur hafinn í utan­ríkis­mála­nefnd

Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Innlent

Fúlsaði við þriggja for­seta fundi

Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því.

Erlent

Gefa grænt ljós á lengstu hengi­brú í heimi

Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi.

Erlent

„Fordæmalausar hörmungar“ í Frakk­landi

Eldri kona er látin og að minnsta kosti eins er saknað í gróðureldum sem nú geisa í suðurhluta Frakklands. Forsætisráðherrann François Bayrou heimsótti Aude í gær, þar sem eldarnir hafa brunnið á svæði sem er stærra en París.

Erlent

Tollarnir til­efni til hvorra tveggja ör­væntingar og léttis

Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma.

Innlent

Segist eiga fund með Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta.

Erlent

Vörðuóðir ferða­menn fremji náttúru­spjöll

Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina.

Innlent

Húsvíkingur á Norður­pólnum segir sögu merkustu land­könnuða 20. aldar

Húsvíkingi hefur verið falið að segja heiminum söguna af því þegar tveir frægustu landkönnuðir 20. aldarinnar héldu í leiðangur á Norðurpólinn. Örlygur Hnefill Örlygsson er nú, ásamt afkomendum brautryðjendanna, í fimmtán daga leiðangri á pólnum þar sem hann fangar sögu þeirra í heimildarmynd. Fréttastofa fékk að kíkja í heimsókn hjá pólfaranum á Húsavík áður en hann fór í reisuna miklu.

Innlent

Ekki eigi að gera ein­stak­linga á­byrga fyrir gerðum ríkis­stjórnar

Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst.

Innlent

Tollahækkanirnar von­brigði og þrýstir á um fund sem fyrst

Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi.

Innlent

For­sætis­ráð­herra ó­sátt með tolla og pólfarar á Húsa­vík

Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana.

Innlent