Innlent

Sigurjón Brink fékk heilablóðfall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Brink
Sigurjón Brink

Sigurjón Brink lést úr heilablóðfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda Sigurjóns sendi frá sér fyrir stundu. Sigurjón var, sem kunnugt er, bráðkvaddur á mánudaginn. Hann lét eftir sig konu og fjögur börn.

Sigurjón var einn af ástsælustu tónlistamönnum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni. Hann hafði meðal annars tekið þátt í Eurovision og var með lag í keppninni þetta árið.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.