Ungur vörubílstjóri tekur þátt í fatahönnunarkeppni 13. ágúst 2010 06:00 Jóhanna Eva Gunnarsdóttir keyrir vörubíl og hannar föt undir sínu eigin merki, JEG Fashion. Fréttablaðið/ „Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög