Ungur vörubílstjóri tekur þátt í fatahönnunarkeppni 13. ágúst 2010 06:00 Jóhanna Eva Gunnarsdóttir keyrir vörubíl og hannar föt undir sínu eigin merki, JEG Fashion. Fréttablaðið/ „Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira