Innlent

Blóðugi maðurinn birtist í íbúð hjá ókunnugum

Breki Logason skrifar

Blóðugi maðurinn sem tilkynnt var um í miðbænum seinni partinn er enn undir læknishöndum að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

Því hefur hann ekki verið yfirheyrður og veit lögreglan lítið um tilurð áverkana. Vísir greindi frá því fyrr í dag að tilkynnt hefði verið um blóðugan mann við verslun 11-11 við Skúlagötu. Hann var þá með mikið sár á fæti og dró blóðslóð á eftir sér.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson hjá lögreglunni segist vita lítið um málið en svo virðist sem maðurinn hafi komið alblóðugur inn í íbúð hjá ókunnugu fólki við Skúlagötu.

Meiningin er að ná tali af manninum þegar líður á kvöldið og vonandi að það skýri eitthvað þennan atburð.

Vísir mun koma með frekari fréttir af málinu þegar þær berast.

Sjá einnig: Blóði drifin slóð í miðbænum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×