Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í beinni: Wol­ves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum

Velkomin til leiks. Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Manchester United í 15.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrir leik er Manchester United í 12.sæti deildarinnar með 22 stig. Wolves er í botnsæti deildarinnar og án sigurs með tvö stig. Flautað verður til leiks á Molineux, heimavelli Wolves, klukkan átta. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hádramatík í sex marka leik

Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin.

Enski boltinn