Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. október 2014 20:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir