Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 23:00 Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigend og Annar Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. vísir/sigurjón Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira