Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Hermann Arnar Austmar situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands og hefur áhyggjur af stöðunni. Sýn Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum almennt ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Íbúar í fjölbýlishúsum geta því haldið gæludýr á heimilum sínum en þau sem hafa ofnæmi fyrir umræddum dýrum gætu þurft að sætta sig við það að mæta þeim hér í sameigninni. Klippa: Flýja heimili sitt vegna hunda í sameign „Við höfum töluverðar áhyggjur af þessum lögum og það er ekki mikill fyrirsjáanleiki á því hvernig þetta mun spilast út fyrir okkar félagsmenn,“ segir Hermann Arnar Austmar sem situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands.Í tíð eldri laga hafi þegar verið erfitt fyrir húsfélög að bregðast við vandamálum tengdum dýrum, sem verði núna enn erfiðara. Lyf dugi ekki til „Ég skil þörf fólks fyrir að eiga gæludýr, en við getum ekki fjarlægt ofnæmið úr okkur sjálfum og verðum að eiga rétt til að búa einhvers staðar.“ Hermann segir ofnæmislyf ekki alltaf duga til að bregðast við.„Ég hef þurft að flytja úr mínu eigin húsnæði í fjöleignarhúsi í lengri tíma, út af því að nágrannar mínir voru ekki að virða þær reglur sem voru til staðar. Það hafði gríðarleg áhrif á heilsu mína,“ segir Hermann. „Ég var að taka eins mikið af ofnæmislyfjum og ég mögulega gat, mátti samkvæmt læknisráði, en það breytti því ekki að ég klóraði mig til blóðs meðan ég svaf.“ Gæludýr Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. 12. nóvember 2025 18:43 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum almennt ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Íbúar í fjölbýlishúsum geta því haldið gæludýr á heimilum sínum en þau sem hafa ofnæmi fyrir umræddum dýrum gætu þurft að sætta sig við það að mæta þeim hér í sameigninni. Klippa: Flýja heimili sitt vegna hunda í sameign „Við höfum töluverðar áhyggjur af þessum lögum og það er ekki mikill fyrirsjáanleiki á því hvernig þetta mun spilast út fyrir okkar félagsmenn,“ segir Hermann Arnar Austmar sem situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands.Í tíð eldri laga hafi þegar verið erfitt fyrir húsfélög að bregðast við vandamálum tengdum dýrum, sem verði núna enn erfiðara. Lyf dugi ekki til „Ég skil þörf fólks fyrir að eiga gæludýr, en við getum ekki fjarlægt ofnæmið úr okkur sjálfum og verðum að eiga rétt til að búa einhvers staðar.“ Hermann segir ofnæmislyf ekki alltaf duga til að bregðast við.„Ég hef þurft að flytja úr mínu eigin húsnæði í fjöleignarhúsi í lengri tíma, út af því að nágrannar mínir voru ekki að virða þær reglur sem voru til staðar. Það hafði gríðarleg áhrif á heilsu mína,“ segir Hermann. „Ég var að taka eins mikið af ofnæmislyfjum og ég mögulega gat, mátti samkvæmt læknisráði, en það breytti því ekki að ég klóraði mig til blóðs meðan ég svaf.“
Gæludýr Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. 12. nóvember 2025 18:43 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. 12. nóvember 2025 18:43