PIP-brjóstapúðar

Fréttamynd

„Þessir brjóstapúðar eru baneitraðir“

Ásta Erla Jónasdóttir markþjálfi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum frá því að hún stofnaði síðuna Náttúruleg heilsuvegferð þar sem hún deilir sinni sögu með fylgjendum.

Lífið
Fréttamynd

Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna

Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur.

Erlent
Fréttamynd

Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti

Franskur áfrýjunarréttur hefur hafnað bótaskyldu í fyrstu hópmálsókninni vegna PIP-brjóstafyllinga. 204 íslenskar konur hafa einnig höfðað mál gegn eftirlitsaðila framleiðsluaðilans. Lögmaður segir niðurstöðuna lítil áhrif hafa á Íslendingana.

Innlent
Fréttamynd

140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna

Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni

Lögboðin skylda Landlæknis er að safna skrám til þess að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar. Þar á meðal er samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Lýtalæknar skila ekki sjúkraskrám til embættis Landlæknis og bera fyrir sig trúnað.

Innlent
Fréttamynd

30 milljónir vegna PIP-púða

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Landspítalinn fái 30 milljónir króna aukalega á fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við að fjarlægja PIP-brjóstapúða.

Innlent
Fréttamynd

Evrópa skal bregðast við vegna PIP-málsins

Nauðsynlegt er að innleiða kerfi í Evrópu sem miðar að því að lækningatæki eins og gangráður, brjóstapúðar og mjaðmarliðir fái ekki markaðsleyfi nema þau verði rannsökuð mjög ítarlega, rétt eins og lyf. Þetta er mat Evrópsku neytendasamtakanna, sem hvetja Evrópuþingið til að láta innleiða slíkt kerfi í ljósi PIP-málsins.

Erlent
Fréttamynd

Landlæknir skal eyða gögnum eftir eftirlit

Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu.

Innlent
Fréttamynd

Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.