Margt óljóst varðandi rétt þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. júní 2015 18:58 Margt er óljóst varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunarðaðgerðir en í nýrri meistararitgerð er sjónum beint að viðbrögðum stjórnvalda í PIP brjóstapúðamálinu. Tvö hundruð og fjórar íslenskar konur bíða þess að mál þeirra gegn TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslu á PIP brjóstapúðunum, verði tekið fyrir í Frakklandi. Rúm fjögur ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli eftir að upp komst um að sílikonpúðar frá fyrirtækinu Poly Implant Prothése hefðu verið fylltir með iðnaðarsílikoni sem kynni að vera krabbameinsvaldandi. Mál íslensku kvennanna verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi 24. júlí næstkomandi. Þetta er annað málið sem er tekið fyrir en dómur í fyrsta málinu fellur 2. júlí. Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um meistararitgerð Margrétar Erlendsdóttur í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands þar sem kemur fram að mikil óvissa ríkir varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir. Margrét beindi sjónum sínum að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í brjóstapúðamálinu. „Það er svo ótal margt í þessu sem að mínu viti er óljóst og loðið um stöðu þessarar þjónustu, ekki síst gagnavart heilbrigðiskerfinu. Mín kannski meginniðurstaða er sú að fegrunaraðgerðir eins og þarna er um að ræða – þarna er verið að breyta útliti fólks en ekki verið að lækna eða meðhöndla sjúkdóm eða endurhæfa. Þegar að svo er þá dreg ég í efa, að þetta sé hægt að kalla heilbrigðisþjónustu, og þar með að þetta veiti þau réttindi, sem fólki er tryggð ef um heilbrigðisþjónustu væri að ræða,“ segir Margrét. Lögmaður íslensku kvennanna segir margar þeirra hafa hlotið mikinn skaða vegna púðanna. „Þetta er alveg frá ökkla og upp í eyra. Sumar hafa fundið lítið sem ekkert fyrir þessu upp í að konur hafa orðið mjög veikar. Sílikon hefur lekið um líkamann og annað,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennana. Vinnist málið þá munu hópur sérfræðinga skoða mál hverrar konur fyrir sig til þess að ákveða bætur. „Við gerum ráð fyrir því að við fáum nú þrátt fyrir að dómurinn 2. júlí, sé kannski ekki hundrað prósent fordæmi fyrir íslensku konurnar en þá mun það mál gefa okkur góða vísbendingu um niðurstöðuna. Þannig maður vonar alltaf bara það besta,“ segir Saga. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00 Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Margt er óljóst varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunarðaðgerðir en í nýrri meistararitgerð er sjónum beint að viðbrögðum stjórnvalda í PIP brjóstapúðamálinu. Tvö hundruð og fjórar íslenskar konur bíða þess að mál þeirra gegn TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslu á PIP brjóstapúðunum, verði tekið fyrir í Frakklandi. Rúm fjögur ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli eftir að upp komst um að sílikonpúðar frá fyrirtækinu Poly Implant Prothése hefðu verið fylltir með iðnaðarsílikoni sem kynni að vera krabbameinsvaldandi. Mál íslensku kvennanna verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi 24. júlí næstkomandi. Þetta er annað málið sem er tekið fyrir en dómur í fyrsta málinu fellur 2. júlí. Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um meistararitgerð Margrétar Erlendsdóttur í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands þar sem kemur fram að mikil óvissa ríkir varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir. Margrét beindi sjónum sínum að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í brjóstapúðamálinu. „Það er svo ótal margt í þessu sem að mínu viti er óljóst og loðið um stöðu þessarar þjónustu, ekki síst gagnavart heilbrigðiskerfinu. Mín kannski meginniðurstaða er sú að fegrunaraðgerðir eins og þarna er um að ræða – þarna er verið að breyta útliti fólks en ekki verið að lækna eða meðhöndla sjúkdóm eða endurhæfa. Þegar að svo er þá dreg ég í efa, að þetta sé hægt að kalla heilbrigðisþjónustu, og þar með að þetta veiti þau réttindi, sem fólki er tryggð ef um heilbrigðisþjónustu væri að ræða,“ segir Margrét. Lögmaður íslensku kvennanna segir margar þeirra hafa hlotið mikinn skaða vegna púðanna. „Þetta er alveg frá ökkla og upp í eyra. Sumar hafa fundið lítið sem ekkert fyrir þessu upp í að konur hafa orðið mjög veikar. Sílikon hefur lekið um líkamann og annað,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennana. Vinnist málið þá munu hópur sérfræðinga skoða mál hverrar konur fyrir sig til þess að ákveða bætur. „Við gerum ráð fyrir því að við fáum nú þrátt fyrir að dómurinn 2. júlí, sé kannski ekki hundrað prósent fordæmi fyrir íslensku konurnar en þá mun það mál gefa okkur góða vísbendingu um niðurstöðuna. Þannig maður vonar alltaf bara það besta,“ segir Saga.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00 Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00
Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59
140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15
Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44