Hjúkrunarheimili

Fréttamynd

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Innlent
Fréttamynd

Einka­væðingu Vífils­staða skotið á frest

Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Skoðun
Fréttamynd

Engin til­boð bárust í Vífils­staði

Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.

Innlent
Fréttamynd

Elsku hjartans starfs­fólk hjúkrunar­heimila

Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunarheimilið verður að veruleika!

Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Innlent
Fréttamynd

Valkvæðir hagsmunir hins opinbera

Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans.

Skoðun
Fréttamynd

And­lát vegna Co­vid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið

Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvert verk lofar sig sjálft

Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Langþráðir samningar í höfn

Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

130 milljarðar króna til hjúkrunar­heimila í nýjum tíma­móta­samningi

Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er ég á enda­stöð?

„Ég er innan við fimmtugt og lömuð upp að bringu. Ég get ekki hneppt tölum né borðað án aðstoðar. Ég er fráskilin og á fjarskylda fjölskyldu í Póllandi. Ég kom til Íslands til að vinna, en fyrir nokkrum árum lenti ég í bílslysi.“

Skoðun
Fréttamynd

For­dæma­lausir tímar – af­burða árangur

Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst á við fyrstu aðgerðir okkar til varnar heimilisfólki hjúkrunarheimila landsins og öðrum sem þiggja þjónustu velferðarkerfisins gagnvart Covid-19.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.