Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar 1. desember 2025 12:31 Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun