Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar 5. nóvember 2025 16:30 Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Ölfus Hjúkrunarheimili Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun