
Fasteignamarkaður

Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir
Við Vallarbraut á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús á einni hæð, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er 264 fermetrar og stendur á 800 fermetra eignarlóð. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Fasteignafélagið Heimar undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. og Gróðurhússins ehf. Gróska á fasteigninga Grósku í Vatnsmýrnni, eina stærstu skrifstofubyggingu landsins.

Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir
Í litlu fjölbýlishúsi við Miðtún í Reykjavík er að finna bjarta og sjarmerandi 59,5 fermetra kjallaraíbúð. Um er að ræða ósamþykkta eign sem hefur verið mikið endurnýjuð. Ásett verð er 44,5 milljónir króna.

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg.

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS.

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins.

Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar
Á eftirsóttum stað við Laugalæk í Reykjavík stendur einstaklega fallegt og vel skipulagt raðhús, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1973 og hefur verið vel við haldið í gegnum árin. Ásett verð er 185 milljónir.

Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt
Formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum íbúða í nýjum fjölbýlishúsum takist að tryggja rétt sinn þegar upp koma lekavandræði. Fjöldi dæma er um lekavandræði í nýlegum fjölbýlishúsum.

Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu
Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir.

Falleg sérhæð í Hlíðunum
Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð
Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna.

Joey Christ og Alma selja íbúðina
Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu.

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði
Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir.

Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum
Á stórri eignarlóð við Selhól í Grímsnesi stendur afar glæsilegt 115 fermetra sumarhús. Húsið var byggt árið 1985 var nýverið tekið í gegn og endurhannað með mikilli smekkvísi og natni. Ásett verð er 95 milljónir.

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói.

Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft
Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun.

Furðar sig á miklum umsvifum hins opinbera á fasteignamarkaði
Þegar litið er til þess að ný ríkisstjórn hefur sett fram afar tímabær sjónarmið um eðlilega hagræðingu í hinu opinbera kerfi þá sé ástæða til að spyrja hvað það er sem kallar á mikil umsvif ríkisins á fasteignamarkaði, að mati stjórnarformanns Kaldalóns, en fasteignasafn þess víðsvegar um landið telur vel yfir fimm hundruð þúsund fermetra. Miðað núverandi hlutdeild Kaldalóns á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis, sem Samkeppniseftirlitið hefur skilgreint sem fákeppnismarkað, telur hann vera raunhæft markmið að fasteignafélagið geti stækkað á komandi árum.

Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa sett íbúð sína við Hafnarbraut í Kópavogi á sölu.

Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla
Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik.

Vopnin bíta ekki
Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands halda ekki aftur af hækkun húsnæðisliðar í vísitölu. Hækkun vaxta dregur úr kaupum launafólks á fasteignum, sem fer í staðinn á leigumarkað þar sem þrýstingur myndast og leiguverð hækkar með tilheyrandi áhrifum á húsnæðislið verðbólgunnar. Skortur á lóðum til uppbyggingar húsnæðis viðheldur háum vöxtum.

Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu
Í sögufrægu húsi við Miðstræti 10 í hjarta Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi risíbúð. Útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið, yfir Þingholtin, Tjörnina og götur miðborgarinnar. Þá er saga hússins ansi áhugaverð.

Sífellt erfiðara fyrir almenning að eignast þak yfir höfuðið
Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign.

Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi
Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“
Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, hafa sett fallega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 94, 9 milljónir.

Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum
Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.

Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið
Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna.

Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar
KS 24 ehf. félag í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur, eiginkonu rafrettukóngsins Sverris Þórs Gunnarssonar, hefur fest kaup á 505 fermetra einbýlishúsi við Dýjagötu í Garðabæ. Félag Karenar greiddi 360 milljónir fyrir eignina, 105 milljónum undir ásettu verði.