Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 19:25 Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala. Vísir/Lýður Valberg Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira