Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2025 19:00 Páll Pálsson fasteignasali er vongóður um að farsæl lausn finnist á málinu. Vísir/Arnar Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“ Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“
Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04