Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2025 19:00 Páll Pálsson fasteignasali er vongóður um að farsæl lausn finnist á málinu. Vísir/Arnar Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“ Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“
Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04