Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar 5. nóvember 2025 20:33 Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun