Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar 5. nóvember 2025 20:33 Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar