Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Þrjú ráðin til Lands­byggðar

Landsbyggð hefur ráðið þau Andri Þór Arinbjörnsson, Friðjón Sigurðarson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir til starfa hjá félaginu til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garða­bæ

Ari Fenger, einn eigenda og forstjóri 1912 samstæðunnar, og eiginkona hans Helga Lilja Fenger Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur, hafa fest kaup á einbýlishúsi að Þernunesi 6 á Arnarnesi í Garðabæ. Hjónin greiddu 550 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár grein­enda?

Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Tvö fjöl­býlis­hús í stað bensín­stöðvar á Háa­leitis­braut

Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi arki­tektúr í Garða­bæ

Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eva Lauf­ey og Haraldur stækka við sig á Skaganum

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa fest kaup á 230 fermetra einbýlishúsi við Birkiskóga á Akranesi. Kaupverðið nam 145 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Edda selur í Hlíðunum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnur á fjórum stöðum en eigin í­búð fjar­lægur draumur

Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona.

Innlent
Fréttamynd

„Í­búar eru ein­fald­lega komnir með nóg“

Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

„Þær eru bara of dýrar“

Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. 

Neytendur
Fréttamynd

Sjarmerandi rað­hús í 105

Áhrifavaldurinn og verkefnastjórinn Bára Ragnhildardóttir hefur sett sjarmerandi raðhús sitt á sölu. Eignin er í Ásholti 8, 105 Reykjavík og er rúmir 140 fermetrar. 

Lífið