Ríkisútvarpið

#Ég styð ljósmæður
Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu.

Rás 2 hljóp apríl með viðtali við sambandsráðgjafa hinsegin gæludýra
Þáttastjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 hlupu heldur betur apríl í gær þegar þeir tóku viðtal við sambandsráðgjafann Sigrúnu Jónsdóttur, sem sérhæfir sig í sambandsráðgjöf fyrir eigendur hinsegin dýra.

Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn
„Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt.

„Hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö“
Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins tók þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um umhverfi fjölmiðla og fengu íslenskir fjölmiðlar falleinkunn hjá þingmanninum og þá sér í lagi RÚV. Eyjólfur talar af biturri reynslu sem formaður Orkunnar okkar og lýsti henni fyrir þingheimi.

„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“
„Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV.

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur
Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, nú í kvöld.

Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni
Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar?

Telur afstöðu RÚV til mannréttindabrota tækifærissinnaða
Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið
Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu
Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar.

Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur
Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.

Afar blendnar tilfinningar netverja með niðurstöðuna
Óhætt er að segja að spennan hafi verið rafmögnuð þegar úrslitin í Söngvakeppninni voru kynnt í kvöld. Eins og gengur voru margir ánægðir en aðrir í áfalli yfir niðurstöðunni.

Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó
Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka.

Netverjar ósáttir með athugasemd Bjargar við Kötlu
Netverjar eru alls ekki sáttir með athugasemd Bjargar Magnúsdóttur, kynnis í Söngvakeppni sjónvarpsins, í garð söngkonunnar Kötlu fyrr í kvöld.

Brjáluð stemning á Söngvakeppninni: „Ég get alveg gefið það upp að allir fái frían miða út til Torínó“
Kynnar kvöldsins í Söngvakeppni sjónvarpsins gera ráð fyrir brjálaðri stemningu í kvöld. Framlag Íslendinga í Eurovision mun liggja fyrir í lok keppninnar, sem hefst klukkan 19.45 á RÚV.

Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina
Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns.

Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag.

Lóa Björk um borð í Lestina
Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

„Fólk segir margt á Twitter“
Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi.

Sigríður snýr aftur í Efstaleiti
Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa á RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019 í fréttaskýringaþættinum Kveik.