Innlent

Fréttamynd

Rektorsskipti við Háskóla Íslands

Rektorsskipti verða við Háskóla Íslands í dag þegar Kristín Ingólfsdóttir prófessor tekur við starfi rektors af Páli Skúlasyni sem gengt hefur stöðunni frá árinu 1997. Kristín er með doktorspróf í lyfjafræði og verður hún fyrsta konan til að gegna rektorsembætti við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverðs fer hækkandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um núll komma sjötíu og eitt prósent í júní frá fyrra mánuði og hefur hækkað um samtals 2,8 prósent á 12 mánuðum. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir ársverðbólgu upp á eitt og hálft prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldafall í löggildingarprófum

Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Paul Gill játar

Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, játaði húsbrot og stórfelld eignaspjöll fyrir héraðsdómi í morgun en lýsti efasemdum sínum um að tjónið væri jafn mikið og bótakrafan hljóðaði upp á. Dómur í máli hans verður kveðinn upp á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Essó vill sektir felldar niður

Eignarhaldsfélagið Ker, sem á olíufélagið Essó, ætlar í dag að stefna ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá sektir fyrir ólöglegt samráð felldar niður, þar sem ný skoðun leiði í ljós að félagið hafi ekkert grætt á samráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirfara alla hálendisvegi

Slysavarnarsvið Landsbjargar hyggst gera úttekt á vegum um hálendi landsins í sumar en tilefnið er að björgunarsveitum bárust að meðaltali tvö útköll hvern einasta dag síðasta sumar þar sem ferðamenn höfðu lent í erfiðleikum.

Innlent
Fréttamynd

Sterling í eigu Íslendinga

Og meira af útrás íslenskra athafnamanna í ferðageiranum: Danska flugfélagið Maersk verður sameinað Sterling eftir að eignarhaldsfélagið Fons keypti Maersk í dag. Félagið verður fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefni í Norrænu

Tollverðir á Seyðisfirði fundu rúmlega fjögur kíló af hvítu dufti við komu ferjunnar Norrænu í morgun, en grunur leikur á að efnið sé amfetamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tveir Litháar verið handteknir vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýr rektor

Kristín Ingólfsdóttir prófessor tók við embætti rektors Háskóla Íslands við athöfn í hátíðarsal skólans í dag. Páll Skúlason fráfarandi rektor, sem afhenti arftaka sínum tákn rektorsembættisins, rektorsfestina.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra í leyniheimsókn

Dr. Tan Sun Chen, utanríkisráðherra Taívans, kom hingað til lands í gær. Kínverskum embættismönnum gremst heimsóknin en íslensk stjórnvöld ítreka að ráðherrann sé hér einungis í einkaerindum

Innlent
Fréttamynd

Met í flugumferð

Vel yfir 500 flugvélar munu fara í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið fram að miðnætti sem er íslandsmet. Það sem ræður mestu um þessa miklu umferð eru hagstæðir háloftavindar á íslenska flugstjórnarsvæðinu fyrir flugvélar á leið vestur yfir Atlantshaf.

Innlent
Fréttamynd

Annmarkar á minnisblaði

Verulegir annmarkar eru á minnisblaði Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, til að taka þátt í söluferli á Búnaðarbankanum, að mati tveggja hæstaréttarlögmanna, sem stjórnarandstaðan bað um álitsgerð um málið.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei meira af fíkniefnum

Tveir erlendir farþegar voru handteknir í gær eftir að fjögur kíló af hvítu efni sem annað hvort mun vera amfetamín eða kókaín fundust í bifreið í Norrænu í gærmorgun. Það voru fíkniefnahundar lögreglunnar sem þefuðu efnin uppi en þau fundust í hólfi aftarlega í bifreiðinni skömmu eftir að hundarnir komu lögreglumönnum á sporið.

Innlent
Fréttamynd

Útsölur fara hægt af stað

Sumarútsölur hafa víða hafist fyrr en venja er til og telja kaupmenn að það útskýri að einhverju leyti hversu hægt þær fara af stað. Algengt er að afslættir þessa fyrstu daga séu frá 30 til 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tugir látast úr blóðeitrun árlega

Blóðeitrun, öðru nafni sýklasótt, er stóralvarlegt og vaxandi vandamál hér á landi, sem og á öðrum vesturlöndum. Talið er að 50 - 60 manns látist árlega hér á landi af völdum þessa skæða sjúkdóms.

Innlent
Fréttamynd

Að óbreyttu skerðist lífeyririnn

Lífeyrissjóður bankamanna er óstarfhæfur og dauðadæmdur fáist bakábyrgð Landsbankans ekki viðurkennd. Að óbreyttu þarf að grípa til skerðingar lífeyrisréttinda þegar um næstu áramót verði ekkert að gert.

Innlent
Fréttamynd

Maersk Air komið í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Danskir fjölmiðlar greina frá því að eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, hafi keypt Maersk Air af A.P. Möller.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtökunefnd tekur til starfa

Yfirtökunefnd sem fjallar um yfirtökuskyldu á hlutabréfamarkaði tekur til starfa á morgun. Markmiðið er að vernda betur minnihluta og hinn almenna fjárfesti í hlutafélögum og greiða úr álitaefnum sem snerta yfirtökur.

Innlent
Fréttamynd

Halldór vísar á Ríkisendurskoðun

Forsætisráðherra hefur ekkert að segja um pantað lögfræðiálit stjórnarandstöðunnar, eins og það er orðað. Hann vísar á Ríkisendurskoðun sem sé sjálfstæð eftirlitsstofnun Alþingis. Lögfræðingar sem unnu nýtt álit fyrir stjórnarandstöðuna segja að ráðherrann hafi verið starfsmaður ráðherranefndar um einkavæðingu í skilningi stjórnsýslulaga og hefði því átt að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Maersk Air í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hús grafin úr ösku

Tvö hús sem fóru á kaf í ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973 verða grafin upp á vegum Vestmannabæjar í sumar með styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Bærinn hefur keypt tíu hús sem fóru undir ösku í gosinu og er stefnt að því að grafa þau öll upp næstu tíu árin.

Innlent
Fréttamynd

Essó og Skeljungur lækka verð

Essó og Skeljungur lækkuðu í morgun verð á bensíni um eina krónu á lítrann og er algengt sjálfsafgreiðsluverð á stöðvum þeirra nú rúmar 109 krónur. Hækkkun um krónu á þriðjudag er því gengin til baka og eru þessar sveiflur íslensku félaganna nálægt því að vera eins og sveiflur á heimsmarkaðsverði þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Kögun selur hlut í Opnum kerfum

Kögun seldi í dag allan hlut sinn í Opnum Kerfum group til eignarhaldsfélagsins Opin Kerfi Group holding. Eigendur eignarhaldsfélagsins eru auk Kögunar. Iða fjárfestingafélag sem er í eigu KEA og Straums fjárfestingabanka.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur í ævilangt bann

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Ólaf Gottskálksson í ævilangt keppnisbann fyrir að neita að fara í lyfjapróf í janúar síðastliðnum.  Ólafur sem þá var leikmaður Torquay United er fyrsti leikmaðurinn sem bresk íþróttayfirvöld, UK Sport, nafngreina fyrir að brjóta lyfjareglur í Bretlandi sem settar voru í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Vilja milljónirnar endurgreiddar

Mál Kers hf. á hendur íslenska ríkinu og samkeppnisyfirvöldum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrirtækið krefst þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar verði felldur úr gildi, en til vara að sektargreiðslur fyrirtækisins verði stórlega lækkaðar.

Innlent
Fréttamynd

Yfirfara hálendisvegi

Slysavarnarsvið Landsbjargar hyggst gera úttekt á vegum um hálendi landsins í sumar en tilefnið er að björgunarsveitum bárust að meðaltali tvö útköll hvern einasta dag síðasta sumar þar sem ferðamenn höfðu lent í erfiðleikum.

Innlent
Fréttamynd

Beltin bjarga

Fjórir til fimm deyja í bílslysum á hverju ári vegna þess að þeir notuðu ekki bílbelti. Hert viðurlög og meiri forvarnir gætu orðið til þess að fækka banaslysum um fimmtung að mati rannsóknarnefndar umferðarslysa. Einungis eitt banaslys varð á austurlandi á síðasta ári en Suður og suðvestur hornið er slysamesta svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti metanknúði sorpbíllinn

Í gær var fyrsti metanknúni sorpbíll landsins tekinn í notkun, en hann er mun hljóðlátari en hefðbundnir díselbílar og veldur 80 % minni sótmengun, auk þess sem útblástur köfnunarefnisoxíðs er 60 % minni en í venjulegum sorpbílum.

Innlent
Fréttamynd

Fá tíu milljóna eingreiðslu

Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi.

Viðskipti innlent