„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 06:45 Hildur Sunna Pálmadóttir er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“ Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“
Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira