Fá tíu milljóna eingreiðslu 29. júní 2005 00:01 Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent