Innlent

Fréttamynd

Nýr drykkjarfontur í Elliðaárdal

Á fundi Rótarýklúbbs Árbæjar í kvöld kl. 18.30 verður vígður vatnspóstur eða drykkjarfontur í Elliðaárdal að viðstöddum fulltrúum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Er hann staðsettur við göngustíga í dalnum rétt fyrir neðan Árbæjarkirkju.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill flytja flugvöllinn

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir niðurstöðurnar mjög athyglisverðar. "Mér finnst í rauninni ótrúlega mikill stuðningur að 36 prósent geti sætt sig við flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Sækist líklega eftir fyrsta sætinu

Líklegt er að Júlíus Vífill Ingvarsson sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stuðningsmenn hans lagt hart að honum að stefna á fyrsta sætið.

Innlent
Fréttamynd

Bílddælingar hafna vinnu á Patró

Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Efnaleki í verksmiðju Össurar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar að Grjóthálsi klukkan kortér yfir níu í gærkvöldi, eftir að eiturgufur mynduðust þegar starfsmenn Össurar voru að vinna við kar sem innihélt um 200 lítra af salspéturssýru.

Innlent
Fréttamynd

Eldsneytishækkanir og olíukreppa

Áhrifa Katrínar gætir víða, meðal annars hér á landi. Öll stóru olíufélögin hækkuðu í dag verðið á bensínlítranum um fjórar krónur og báru fyrir sig hækkandi verði á heimsmarkaði af völdum fellibylsins.

Innlent
Fréttamynd

Játuðu þjófnað í tölvuverslun

Þrír ungir menn, tveir tvítugir og einn 21 árs, játuðu við þingfestingu máls á hendur þeim í Héraðdómi Reykjavíkur í gær að hafa í aprílbyrjun brotist inn í tölvuverslun í Reykjavík og stolið þaðan vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ná störfunum til baka á árinu

"Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í fyrradag þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Enn bíða 480 eftir frístundaplássi

Enn eru 480 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum skólabarna í Reykjavík. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sem er með umsjón með frístundaheimilum skólabarna, segir að alls vanti 99 starfsmenn í stöður víðs vegar um borgina.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið

Bóluefni gegn lifrarbólgu B er nú ófáanlegt hjá innflytjanda hér. Ný sending er komin til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar forstjóra Glaxo á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Standa vörð um hagsmuni og réttind

Starfsemi Neytendastofu og embætti talsmanns neytenda var kynnt fyrir fjölmiðlum íá föstudag en nú eru liðnir tveir mánuðir síðan viðkomandi embætti tóku formlega til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Til Taílands án áritunar

Horfið hefur verið til þess fyrirkomulags sem ríkti fyrir nokkrum árum að Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Taílands. Ólafur Egilsson sendiherra segir að í júlílok hafi verið gengið frá samkomulagi um þetta við Taíland, en afgreiðsla málsins hafði tafist vegna jarðskjálftanna og flóðanna annan í jólum.

Innlent
Fréttamynd

Þverpólitísk samstaða um flugvöll

Þverpólitísk samstaða virðist hafa myndast um að flutningur Reykjavíkurflugvallar komi til greina. Samgönguráðherra segist fús til að ræða allt. Nú snýst umræðan um raunhæfa kosti fyrir völlinn utan Vatnsmýrarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eastwood fær stjörnuspor

Síðustu tvö ár hefur Reykjanesbær sett stjörnuspor í Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Þetta hefur verið gert í tilefni Ljósanætur sem stendur nú yfir og fram til fjórða september, en þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin.

Innlent
Fréttamynd

Um 64% vilja flugvöllinn burt

Rúm 64 prósent Reykvíkinga vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæp 36 prósent vilja að hann verði þar áfram. Flestir af þeim sem vilja flugvöllinn burt vilja að hann verði færður út í Löngusker.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn við sveppatínslu á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöldi afskipti af manni sem var að týna skynvillusveppi í bænum. Maðurinn hafði týnt um lófafylli af sveppunum þegar lögreglan hirti þá af honum.

Innlent
Fréttamynd

Heilsa og frjósemi

Stór hluti kvenna sem reynir að eignast börn, gerir lítið sem ekkert til þess að bæta heilsuna. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn á tvö þúsund konum sem reyna að verða barnshafandi, drekka tvær af hverjum þremur áfengi og fjórar af hverjum tíu reykja.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Laugarvegi

Harður árekstur tveggja bíla varð á mótum Laugarvegar og Bolholts í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík þurfti að fjarlægja báða bílana með kranabíl. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, en ekki var talið að þeir væru alvarlega slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur með meirihluta

Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið, fengi Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, væri boðað til borgarstjórnarkosninga nú, eða 47,7 prósent og átta borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

NASA með tilraunir í Eyjafirði

Fulltrúar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, eru staddir hér á landi í þeim tilgangi að prófa hátæknibúnað við neðansjávarsýnatöku. Aðstæður hérlendis eru upplagðar fyrir NASA, segir lektor við Háskólann á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Er á batavegi

Strætisvagnabílstjórinn, sem missti báða fætur í umferðarslysi í síðasta mánuði, er á batavegi. Styrktarskemmtun verður haldin til stuðnings honum á laugardagskvöldið í veitingahúsinu Broadway.

Innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir við kaupin

Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landsíma Íslands, en eftirlitið hefur haft kaupin til skoðunar og umsagnar. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að Skipti munu greiða íslenska ríkinu kaupverð hlutafjárins, alls 66,7 milljaðra króna, þann 6. september næstkomandi og afhendir íslenska ríkið félaginu hlutaféð þann sama dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sílabrestur kemur niður á varpi

Varp fugla sem reiða sig á sandsíli til átu virðist í ár hafa misfarist í stórum stíl. "Þetta kemur meðal annars niður á lunda, en afar lítið hefur verið um að ungar komist á legg," segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Engin úrræði fyrir geðsjúka fanga

Yfirhjúkrunarfræðingur á réttargeðdeildinni á Sogni segir engin úrræði fyrir hendi þegar í hlut eiga geðsjúkir, sakhæfir fangar. Réttargeðdeildin er yfirfull af hinum sem hafa verið úrskurðaðir ósakhæfir. Þar er ekkert pláss. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ástandið ekki verra í mörg ár

Enn bíða hundruð barna í Reykjavík eftir að fá pláss á leikskóla. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarráðsfundi þess efnis að sérstök fjárheimild verði veitt til stjórnenda leikskóla og frístundaheimila. Á að nota féð til að greiða fyrir yfirvinnu vegna undirmönnunar. 

Innlent
Fréttamynd

NASA með tilraunir í Eyjafirði

Fulltrúar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, eru staddir hér á landi í þeim tilgangi að prófa hátæknibúnað við neðansjávarsýnatöku. Aðstæður hérlendis eru upplagðar fyrir NASA, segir lektor við Háskólann á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Viðskipti, fótbolti og forvarnir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer í vinnuheimsókn til Búlgaríu á miðvikudag. Eftir hádegisverð með Georg Parvanov, forseta Búlgaríu, mun Ólafur kynna sér samstarfsverkefni íslenskra og búlgarska fyrirtækja.  Að kvöldi miðvikudags mun forsetinn fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu spila gegn því búlgarska.  

Innlent
Fréttamynd

Nýr útvarpsstjóri

Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðaraukning flugstöðvar

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis.

Innlent