Leggur ekki árar í bát 1. september 2005 00:01 "Ég vona bara að þetta verði til þess að lögregla og yfirvöld taki harðar á þessum málum og ekki þurfi alltaf að verða slys eða óhöpp til að menn vakni af værum blundi," segir Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri. Björn er smám saman að jafna sig eftir árekstur strætisvagns sem hann ók og vörubíls hinn 19. ágúst á gatnamótum Laugavegar, Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Slysið kostaði Björn báða fætur fyrir neðan hné. Þrátt fyrir slysið er Björn brattur enda segir hann sjálfur að ekkert þýði að leggja árar í bát. "Það hefur ekkert upp á sig. Lífið heldur áfram og nú eru læknarnir farnir að máta hulsur á mig og ekki líður á löngu áður en ég fer að læra að ganga á ný. Uppgjöf gefur mér ekki nokkurn skapaðan hlut en bjartsýnin hjálpar." Hann segist hafa fengið mikinn stuðning frá konu sinni og öllum félögum hjá Strætó eftir slysið og andlega líði honum bærilega. Hann er þó ómyrkur í máli þegar talið berst að slysinu sjálfu. Því man Björn glöggt eftir enda var hann með meðvitund þangað til hann var fluttur á slysadeild. "Ég man mætavel eftir árekstrinum og öllu sem gerðist strax í kjölfarið. Ég man að ég reyndi meira að segja að fá aðstoð til að standa upp strax og aðgæta hvort farþegarnir í strætisvagninum væru ómeiddir. Það gladdi mig að heyra að enginn hefði fengið meira en skrámur. Hins vegar finnst mér dapurt að heyra að óskoðaðir og ótryggðir bílar aki um á götunum og það er eins og alltaf þurfi að komi til alvarlegt slys áður en yfirvöld og lögreglan taka á málum sem þessum." Fram kom í kjölfar slyssins að ökumaður vörubílsins hafði ekki hirt um að færa bifreið sína til skoðunar og ökutækið var ótryggt. Um helgina fara fram tónleikar til styrktar Birni sem félagar hans og velunnarar hafa skipulagt á Broadway en allur ágóði af þeim rennur beint til Björns og fjölskyldu hans. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
"Ég vona bara að þetta verði til þess að lögregla og yfirvöld taki harðar á þessum málum og ekki þurfi alltaf að verða slys eða óhöpp til að menn vakni af værum blundi," segir Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri. Björn er smám saman að jafna sig eftir árekstur strætisvagns sem hann ók og vörubíls hinn 19. ágúst á gatnamótum Laugavegar, Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Slysið kostaði Björn báða fætur fyrir neðan hné. Þrátt fyrir slysið er Björn brattur enda segir hann sjálfur að ekkert þýði að leggja árar í bát. "Það hefur ekkert upp á sig. Lífið heldur áfram og nú eru læknarnir farnir að máta hulsur á mig og ekki líður á löngu áður en ég fer að læra að ganga á ný. Uppgjöf gefur mér ekki nokkurn skapaðan hlut en bjartsýnin hjálpar." Hann segist hafa fengið mikinn stuðning frá konu sinni og öllum félögum hjá Strætó eftir slysið og andlega líði honum bærilega. Hann er þó ómyrkur í máli þegar talið berst að slysinu sjálfu. Því man Björn glöggt eftir enda var hann með meðvitund þangað til hann var fluttur á slysadeild. "Ég man mætavel eftir árekstrinum og öllu sem gerðist strax í kjölfarið. Ég man að ég reyndi meira að segja að fá aðstoð til að standa upp strax og aðgæta hvort farþegarnir í strætisvagninum væru ómeiddir. Það gladdi mig að heyra að enginn hefði fengið meira en skrámur. Hins vegar finnst mér dapurt að heyra að óskoðaðir og ótryggðir bílar aki um á götunum og það er eins og alltaf þurfi að komi til alvarlegt slys áður en yfirvöld og lögreglan taka á málum sem þessum." Fram kom í kjölfar slyssins að ökumaður vörubílsins hafði ekki hirt um að færa bifreið sína til skoðunar og ökutækið var ótryggt. Um helgina fara fram tónleikar til styrktar Birni sem félagar hans og velunnarar hafa skipulagt á Broadway en allur ágóði af þeim rennur beint til Björns og fjölskyldu hans.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira