Þverpólitísk samstaða um flugvöll 1. september 2005 00:01 Þverpólitísk samstaða virðist hafa myndast um að flutningur Reykjavíkurflugvallar komi til greina. Samgönguráðherra segist fús til að ræða allt. Nú snýst umræðan um raunhæfa kosti fyrir völlinn utan Vatnsmýrarinnar. Meirihlutinn og minnihlutinn í borgarstjórn hafa nánast fallist í faðma í spjallþáttum og fréttum undanfarna daga og virðist sem allt í einu séu allir sömu skoðunar hvað varðar framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í síðustu viku samþykkti svo borgarráð samhljóða að kanna hvort hægt væri að flytja völlinn. Löngusker eru sá möguleiki sem oftast hefur verið nefndur undanfarna daga og sýnist þar sitt hverjum, en fleiri möguleikar hafa verið nefndir til sögunnar svo sem Álfsnes, Geldinganes, Engey, Löngusker, tveir kostir á landfyllingum við Álftanes, Hvassahraun og Mýrdalsheiði. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, virðist vera jafnreiðubúinn að skoða flutning og borgaryfirvöld. Sturla segir að eftir samkomulag við borgarstjóra sé nú verið að vinna að endurskipulagningu alls svæðisins og að sjálfsögðu væri það mjög mikilvægt að heyra að frambjóðendur í borgarstjórnarkosningunum séu þeirrar skoðunar að á næsta kjörtímabili þurfi að taka ákvarðanir til frámtíðar hvað varðar þetta svæði. Hann sagði það vera í samræmi við sinn vilja. Hann sagði að endurskipulagning flugvallarsvæðisins væri staðreynd og einnig hafi menn viljað skoða Lönguskerin og hann sagðist ekkert hafa á móti því ef fyrir því væru raunhæfar forsendur. Hvað Álftanesið varðaði sagði hann það vera ákjósanlegan stað en benti á að bæjaryfirvöld hefðu ekki sóst sérstaklega eftir því að fá flugvöll. Um aðra staði sagði hann varla vera að ræða en sjálfsagt að fara yfir það ef forsendur eru til þess og ef menn vilja leggja fjármuni í endurbyggingu flugvallar á nýjum stað. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Þverpólitísk samstaða virðist hafa myndast um að flutningur Reykjavíkurflugvallar komi til greina. Samgönguráðherra segist fús til að ræða allt. Nú snýst umræðan um raunhæfa kosti fyrir völlinn utan Vatnsmýrarinnar. Meirihlutinn og minnihlutinn í borgarstjórn hafa nánast fallist í faðma í spjallþáttum og fréttum undanfarna daga og virðist sem allt í einu séu allir sömu skoðunar hvað varðar framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í síðustu viku samþykkti svo borgarráð samhljóða að kanna hvort hægt væri að flytja völlinn. Löngusker eru sá möguleiki sem oftast hefur verið nefndur undanfarna daga og sýnist þar sitt hverjum, en fleiri möguleikar hafa verið nefndir til sögunnar svo sem Álfsnes, Geldinganes, Engey, Löngusker, tveir kostir á landfyllingum við Álftanes, Hvassahraun og Mýrdalsheiði. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, virðist vera jafnreiðubúinn að skoða flutning og borgaryfirvöld. Sturla segir að eftir samkomulag við borgarstjóra sé nú verið að vinna að endurskipulagningu alls svæðisins og að sjálfsögðu væri það mjög mikilvægt að heyra að frambjóðendur í borgarstjórnarkosningunum séu þeirrar skoðunar að á næsta kjörtímabili þurfi að taka ákvarðanir til frámtíðar hvað varðar þetta svæði. Hann sagði það vera í samræmi við sinn vilja. Hann sagði að endurskipulagning flugvallarsvæðisins væri staðreynd og einnig hafi menn viljað skoða Lönguskerin og hann sagðist ekkert hafa á móti því ef fyrir því væru raunhæfar forsendur. Hvað Álftanesið varðaði sagði hann það vera ákjósanlegan stað en benti á að bæjaryfirvöld hefðu ekki sóst sérstaklega eftir því að fá flugvöll. Um aðra staði sagði hann varla vera að ræða en sjálfsagt að fara yfir það ef forsendur eru til þess og ef menn vilja leggja fjármuni í endurbyggingu flugvallar á nýjum stað.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira