Innlent

Árekstur á Laugarvegi

Harður árekstur tveggja bíla varð á mótum Laugarvegar og Bolholts í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík þurfti að fjarlægja báða bílana með kranabíl. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, en ekki var talið að þeir væru alvarlega slasaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×