Innlent

Er á batavegi

Strætisvagnabílstjórinn, sem missti báða fætur í umferðarslysi í síðasta mánuði, er á batavegi. Styrktarskemmtun verður haldin til stuðnings honum á laugardagskvöldið í veitingahúsinu Broadway. Þar koma fram landskunnir skemmtikraftar, sem allir gefa vinnu sína. Bílstjórinn, Björn Hafsteinsson, verður í ítarlegu viðtali í Ísland í bítið í fyrramálið en Heimir Karlsson ræddi við hann á Borgarspítalanum í dag. Slysið varð á gatnmótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar þann 19. ágúst síðastliðinn þegar vörubíll og strætisvagn rákust saman. Björn Hafsteinsson slasaðist alvarlega og missti báða fætur fyrir neðan hné og hefur legið á Borgarspítalanum síðan. Hann lýsir fyrstu augnablikunum eftir slysið þannig að hann man eftir því að hafa haldið á öðrum fætinum í hendinni. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að fá sér eina rettu. Hann sagðist strax hafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlega slasaður hann var þegar hann blóðið á fætinum. Hann sagðist aldrei hafa fundið fyrir hræðslu og það fyrsta sem hann sagði við þá sem komu á slysstað var að biðja þá um að athuga með farþegana í vagninum. Svo segist hann hafa komið auga á að síminn hans lá á götunni og drengur sem gekk fram hjá rétti honum símann. Hann sagði að þetta hefði allt verið einkennilegt en benti á að sjúkrabílarnir hefðu komið fljótt á slysstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×