Innlent

Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun á tilbúnum réttum og drykkjarvörum, sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tíu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mikill munur reyndist á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni, og var mesti munurinn hundrað fimmtíu og sjö prósent, á verði 2ja lítra kókflösku. Bónus var með lægsta verðið á 21 vöru af þeim 30 sem skoðaðar voru. Verðið var oftast hæst í verslun 10-11, eða í tuttugu og einu tilviki en 17 vörutegundir reyndust dýrastar í 11-11.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×