Um 64% vilja flugvöllinn burt 1. september 2005 00:01 Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9% Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9%
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira