Um 64% vilja flugvöllinn burt 1. september 2005 00:01 Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9% Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9%
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira