Innlent

Til Taílands án áritunar

Horfið hefur verið til þess fyrirkomulags sem ríkti fyrir nokkrum árum að Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Taílands. Ólafur Egilsson sendiherra segir að í júlílok hafi verið gengið frá samkomulagi um þetta við Taíland, en afgreiðsla málsins hafði tafist vegna jarðskjálftanna og flóðanna annan í jólum. Hann segir það hafa valdið nokkrum óþægindum þegar áritunarskyldu var komið á því fyrir kom að Íslendingar sem ekki höfðu heyrt af breytingunni voru gerðir afturreka frá landinu. Nú þarf fólk ekki vegabréfsáritun ef dvölin er skemmri en 30 dagar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×