Innlent

Tekinn við sveppatínslu á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöldi afskipti af manni sem var að týna skynvillusveppi í bænum. Maðurinn hafði týnt um lófafylli af sveppunum þegar lögreglan hirti þá af honum. Töluvert er af slíkum sveppum á þessum árstíma og segir lögreglan á Akureyri að nokkuð hafi borið á því að góðkunningjar hennar séu að týna þá. Skynvillusveppir eru stórhættulegir, að sögn lögreglunnar, því í þeim eru sömu virku ofskynjunarefnin og í eiturlyfinu LSD.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×