Innlent

Heilsa og frjósemi

Stór hluti kvenna sem reynir að eignast börn, gerir lítið sem ekkert til þess að bæta heilsuna. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn á tvö þúsund konum sem reyna að verða barnshafandi, drekka tvær af hverjum þremur áfengi og fjórar af hverjum tíu reykja. Þá hugsar aðeins fjórðungur um að borða hollan mat. Allt eru þetta þættir sem hafa mikil áhrif á frjósemi, en fæstar virðast gera sér grein fyrir því samkvæmt rannsókninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×