Innlent

Eastwood fær stjörnuspor

Síðustu tvö ár hefur Reykjanesbær sett stjörnuspor í Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Þetta hefur verið gert í tilefni Ljósanætur sem stendur nú yfir og fram til fjórða september, en þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Það voru meðlimir hljómsveitarinnar Hljóma sem fyrstir allra fengu stjörnuspor í bænum. Í fyrra var það síðan Gullaldralið Keflavíkur árin 1963-1973 sem fékk stjörnuspor og í ár mun þriðja stjörnusporið verða afhjúpað en þau fá systkinin Ellý og Vilhjálmur VIlhjálmsbörn. Klukkan fimm verður síðan fjórði skjöldurinn afhjúpaður og er það enginn annar en Clint Eastwood sem fær þann skjöld í tilefni af myndatökunni Flags og our Father. En skjöldurinn verður fyrir utan Sambíóin þar í bæ. Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur, segir Clint hafa verið ákaflega spenntan og ánægðan með að fá skjöld þennan en Clint hefur enn ekki fengið nafn sitt á hellu í Hollywood. Ekki hefur verið staðfeset hvort Clint verði viðstaddur athöfnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×