Innlent

Fréttamynd

RÚV breytt í hlutafélag

Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykktu að leggja fram í dag. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið fyrir sitt leyti í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í út frá kerti á Höfn

Slökkviliðið á Höfn í Hornafirði var kallað út rúmlega þrjú í dag að íbúðarhúsi vegna bruna. Kviknað hafði í út frá kerti og voru skemmdir óverulegar en reykræsta þurfti. Einn íbúi var í húsinu þegar eldsins varð vart en það var vegfarandi sem tilkynnti um brunann.

Innlent
Fréttamynd

Karlmaður lést í eldsvoða á Ísafirði

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í eldsvoða á Ísafirði í dag. Tilkynning um eld í íbúð mannsins barst slökkviliðinu skömmu fyrir fjögur í dag og þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn var nokkur eldur í íbúðinni. Reykkafarar fóru inn í íbúðina þar sem þeir fundu manninn og var hann úrskurðaður látinn. Enginn annar var í íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Tími Íbúðalánasjóðs ekki liðinn

Tími Íbúðalánasjóðs er ekki liðinn að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann er ósammála Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra, um að óeðliegt sé að Íbúðalánsjóður keppi við viðskiptabankana á íbúðalánamarkaði án þess að lúta sömu reglum og þeir. Árni segir að Íbúðalánasjóður lúti ákveðinni sérstöðu á íbúðalánamarkaði og pólitísk samstaða hefur verið um hlutverk hans.

Innlent
Fréttamynd

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

Íbúasamtök Laugardals skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem skilyrt er í athugasemdum frumvarpsins að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið. Samtökin segja frumvarpið brjóta bæði gegn umhverfismati og úrskurði umhverfisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óskhyggja að stefnubreyting felist í vaxtahækkun Seðlabankans

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskhyggju hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að stefnubreyting felist í tilkynningu Seðlabankans um 25 punkta hækkun á vöxtum í síðustu viku. Hún segir þá reyna að friða útflutningsgreinar og ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Drengir á landsbyggðinni lakari en stúlkur í stærðfræði

Nánari niðurstöður á PISA rannsókninni frá 2003 hefur leitt í ljós að kynjamunurinn sem fannst á stærðfræðikunnáttu 15 ára barna á Íslandi skrifast nær einvörðungu á dreifbýlið. Ekki fannst marktækur kynjamunur á stærðfræðikunnáttu innan höfuðborgarsvæðisins. Drengir í dreifbýli eru á hinn bóginn mun lakari í stærðfræði en stúlkur.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði

Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri.

Innlent
Fréttamynd

76 þúsund rjúpur skotnar samkvæmt Skotvís

Sjötíu og sex þúsund rjúpur voru veiddar á veiðitímabilinu í haust samkvæmt könnun Skotveiðifélags Íslands. Einn þátttakenda í könnuninni veiddi 62 rjúpur en meðalfjöldi rjúpna á veiðimann var rúmlega tíu.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkunin er ekki of lág

25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg.

Innlent
Fréttamynd

Enn á gjörgæslu eftir harðan árekstur

Farþegi í fólksbíl, sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, er enn á gjörgæsludeild og verður líklega í allan dag, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. Ástand hans er stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert tjón í eldi í Ofnasmiðjunni

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í húsnæði Ofnasmiðjunnar í Keflavík í morgun, en þó var það lán í óláni að eldurinn náði ekki að teygja sig í mikinn eldsmat sem er í húsinu. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn en töluvert tjón varð af reyk og sóti og ekki síst af miklum hita, sem myndaðist í húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fram kemur á heimasíðu BSRB að nú verði hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Gistinóttum á hótelum fjölgar í október

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tvö komma fimm prósent í október miðað við sama mánuð í fyrr. Alls voru gistinæturnar 86.100 í þarsíðasta mánuði en en voru 84 þúsund í október í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur

Það er auðvelt að færa sæmileg rök fyrir því að ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur áður en ráðist var í breytingar á húsnæðisstefnunni í byrjun uppsveiflunnar árið 2003, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um hagstjórnarvandann í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Réðust gegn lögreglu eftir öluvunarakstur

Ölvaður ökumaður, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt í átaki sínu gegn ölvunarakstri nú á aðventunni, brást hinn versti við og sýndi lögreglumönnum mótþróa. Þeir náðu að yfirbuga hann en þá réðst sambýliskona hans á lögreglumennina, til að reyna að frelsa bóndann, sem lauk með því að hún var líka handtekin og gista þau fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna fíkniefna

Héraðsdómur úrskurðaði í gærkvöldi mann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald eftir að lögregla handtók hann í fyrrinótt þegar eitt kíló af marijúana og talsvert af reiðufé fundust á heimili hans. Þar með eru þrír menn í gæsluvarðhaldi á Akureyri, allir grunaðir um sölu á fíkniefnum og hefur lögregla lagt hald á hálft annað kíló af ýmsum fíkniefnum á aðeins þremur dögum.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr fasteignasölu

167 íbúðir gengu kaupum og sölum í Reykjavík í síðustu viku, tuttugu færri en að meðaltali síðustu tólf vikurnar og var kaupverðið að meðaltali tveimur milljónum króna undir meðallagi, 24 milljónir en er alla jafna 26 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist alvarlega í árekstri nærri Akranesi

Farþegi í fólksbíl, sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, slasaðist alvarlega og lilggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en er þó ekki talinn í lífshættu. Ökumaður bílsins meiddist líka en ekki eins alvarlega, en ökumaður jeppans slapp ómeiddur.

Innlent
Fréttamynd

Hálka eða hálkublettir í öllum landshlutum

Hálka eða hálkublettir eru í öllum landshlutum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þoka er á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði. Flughált er á Tjörnesi, Melrakkasléttu og frá Egilsstöðum upp Jökuldal. Töluverð þoka er við ströndina á Norðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Talið að Impregilo fari fram á milljarða til viðbótar

Talið er að viðbótargreiðslur, sem ítalska verktakafyrirtækið Impregilo ætlar að fara fram á vegna óvæntra aðstæðna við jarðgangagerð við Kárahnjúka, geti numið milljörðum króna. Sigurður Arnarlds hjá Landsvirkjun segir í viðtali við Fréttablaðið að viðræður um málið séu á byrjunarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Farþegar í vél sem nauðlenti héldu heim í nótt

Hátt í 300 farþegar Air Bus vélarinnar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær, eftir að annar hreyfill hennar bilaði, héldu áfram för sinni til Kanada klukkan eitt í nótt. Þá kom önnur vél frá Air Canada og sótti þá, en fólkið var að koma frá Frankfurt. Væntanlega verður gert við vélina hér á landi en ekki liggur fyrir hvort skipta þar um hreyfilinn sem bilaði.

Innlent
Fréttamynd

Rangt handrit fór í prentun

"Ég vísa þessum samsæriskenningum til föðurhúsanna sem hafðar hafa verið uppi um ástæðu þess að við förguðum þessum eintökum," segir Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar alvarlega framboð

Dagur B. Eggertsson, óflokksbundinn borgarfulltrúi R-listans, íhugar alvarlega að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður á vellinum

Milli 200 og 300 manns voru í viðbragðsstöðu í gær þegar Airbus 330 þota í eigu Air Canada nauðlenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Strandaði á Eyrarsundi

Skipið Hring SH 535 frá Grundarfirði tók niðri þegar það var á siglingu á Eyrasundi á laugardag. Skipið var að heimleið eftir að hafa verið í slipp í Póllandi, að sögn Guðmundar Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra útgerð­ar­innar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af þremur borum óstarfhæfir

Misgengi í jarðlögum hefur tafið borun jarðganga Kárahnjúkavirkjunar. Verkið er rúmum tveimur mánuðum á eftir áætlun. Landsvirkjun segir hægt að vinna upp tafirnar, en gangsetja á fyrstu vél virkjunarinnar í apríl 2007.

Innlent
Fréttamynd

Sama reglan gildir um alla

"Þetta er skattlagt eftir þeim reglum sem gilda um alla," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um frétt Fréttablaðsins í gær þar sem fram kemur að fjöldi aldraðra og öryrkja fái lítið sem ekkert til ráðstöfunar af þeim 26 þúsund krónum sem stjórnvöld höfðu heitið í samræmi við samninga á almenna vinnumarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra skorti kjark og vilja

"Hvorki dómsmálaráðherra né fjármálaráðherra höfðu vilja, kjark né skilning á því að láta vinna verkið hér innanlands og því fór sem fór," segir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og ritari Samiðnar.

Innlent