Erlent Varð vitni að því þegar málverk skiptu um hendur Norsk lögregla varð vitni að því í fyrra þegar málverkin Ópið og Madonna eftir Edvard Munch skiptu um hendur í fyrrahaust en gerði ekkert í því. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Erlent 20.12.2005 07:43 Bannar vestræna tónlist Forseti Írans hefur ákveðið að banna vestræna tónlist á útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Sem forseti Írans er Mahmoud Ahmedinajad líka yfirmaður menningarráðs landsins, sem hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis. Erlent 20.12.2005 11:14 Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken. Erlent 20.12.2005 07:41 Sharon útskrifaður af sjúkrahúsi Nú fyrir hádegið var Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útskrifaður af spítalanum í Jerúsalem sem hann hefur legið á síðan í fyrradag. Að sögn lækna hlaut hann ekki varanlegan skaða af völdum heilablóðfallsins. Erlent 20.12.2005 10:38 Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu. Erlent 20.12.2005 08:04 Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið. Innlent 20.12.2005 07:47 Hærra gjald fyrir reykingafólk í dönskum lestum Reykingafólk sóðar út segir danska járnbrautafyrirtækið DSB. Af þeim sökum hafa fargjöld reykingafólks verið hækkuð um helming á við það sem reyklausir borga. Einnig mun reyksætum fækka í lestunum og sumar lestir verða alveg reyklfríar. Er þetta gert vegna þess að þrif eftir reykingafólk kostar milljónir króna á ári hverju og einnig af tillitssemi við reyklausa. Gjaldhækkunin tekur gildi um áramót. Innlent 20.12.2005 07:40 Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar. Innlent 20.12.2005 07:32 Verkfall hafið í New York Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu. Erlent 20.12.2005 08:44 Bush að sækja í sig veðrið George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember. Erlent 20.12.2005 07:27 Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar. Erlent 20.12.2005 07:34 Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða. Erlent 20.12.2005 07:21 Sjóflugvél hrapaði við Miami Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu. Erlent 19.12.2005 20:47 Sharon líklega heim af spítalanum á morgun Heilsa Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki hafa beðið alvarlegan hnekki þegar hann fékk vægt heilablóðfall um helgina. Hann útskrifast að líkindum af sjúkrahúsi á morgun, og ætlar að halda sínu striki og stefna á endurkjör í kosningum sem fara fram eftir þrjá mánuði. Erlent 19.12.2005 20:32 Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bólivíu Yfirlýstur andstæðingur Bandaríkjanna og stuðningsmaður Fidels Castros sigraði í forsetakosningum í Bólivíu í nótt. Evo Morales fékk að líkindum í kringum helming atkvæða, en talningu er ekki lokið. Erlent 19.12.2005 18:52 Fimmtán grunaðir um þjálfun hryðjuverkamanna Spænska lögreglan hefur handtekið fimmtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks. Erlent 19.12.2005 18:33 Um helmingur Íraka í Danmörku vill snúa aftur heim ef stöðugleiki og friður kemst á í Írak Um helmingur þeirra 25.000 Íraka sem búsettir eru í Danmörku myndu vilja snúa heim til Íraks ef nýafstaðnar kosningar í landinu tryggja frið og stöðugleika. Osama Al-Erhayem, formaður Dansk-írakska félagsins í Danmörku, segir þetta í viðtalið við Berlingske Tidende í dag. Erlent 19.12.2005 15:41 Fær að fara heim á morgun Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels fær líklega að fara heim af spítala á morgun ef rannsóknir á honum í dag leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Sharon fékk vægt heilablóðfall í gær og lá á spítala í nótt. Læknir hans sagði upp úr hádeginu í dag að ekkert benti til að Sharon ætti á hættu að fá annað heilablóðfall næstunni. Erlent 19.12.2005 14:24 14 handteknir á Spáni Spænska lögreglan handtók í morgun fjórtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks. Erlent 19.12.2005 14:23 Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám. Innlent 19.12.2005 13:34 Jólagjöfin í ár: Sex milljóna króna sími Ertu í vanda með hvað þú vilt gefa ástinni í jólagjöf? Hvað með farsíma sem kostar litlar sex milljónir króna. Það er meðal þess sem rússneskir auðkýfingar geta lagt peninginn sinn í fyrir þessi jólin. Erlent 18.12.2005 14:31 Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu. Erlent 18.12.2005 18:25 Fyrstu kosningarnar síðan 1970 Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970. Erlent 18.12.2005 15:37 Bono, Bill og Melinda Gates fólk ársins Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og hjónin Bill og Melinda Gates voru í dag útnefnd fólk ársins 2005 af tímaritinu Time. Bono fær útnefninguna fyrir að berjast fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims en Bill og Melinda Gates fá hana fyrir að gefa meira fé til góðgerðarstarfa á skemmri tíma en nokkurt annað fólk í sögunni. Erlent 18.12.2005 15:05 Samþykkja að fella útflutningsstyrki niður Fulltrúar allra 149 aðildarríkja Alþjóða viðskiptastofnunarinnar samþykktu fyrir stundu samkomulag sem heldur lífi í viðræðum um aukið frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir. Erlent 18.12.2005 14:40 Cheney til Bagdad Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra. Erlent 18.12.2005 12:59 Um hundrað féllu í bardögum Um hundrað manns létust í bardögum stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við bæinn Adre í Tsjad, nærri landamærunum að Súdan í morgun, að sögn stjórnvalda í Tsjad. Þau segja uppreisnarmenn hafa ráðist á bæinn en stjórnarhermenn hrundið atlögu þeirra. Erlent 18.12.2005 12:37 Óvenju margar ófrískar konur á flóðasvæðunum Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. Þau telja að þetta sé eðlilegt náttúrulögmál. Erlent 18.12.2005 12:00 Fella niður útflutningsstyrki Ríkari þjóðir heims verða að fella niður alla útflutningsstyrki í landbúnaði fyrir árslok 2013 samkvæmt samkomulagi sem samningamenn á fundi Alþjóða verslunarstofnunarinnar komust að snemma í morgun. Erlent 18.12.2005 11:46 Nær fimmtíu farist í flóðum og aurskriðum 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga, hugsanlega fleiri. Nokkurra er saknað og má ætla að fleiri hafi drukknað en opinberar tölur segi til um á þessu stigi. Erlent 18.12.2005 10:47 « ‹ ›
Varð vitni að því þegar málverk skiptu um hendur Norsk lögregla varð vitni að því í fyrra þegar málverkin Ópið og Madonna eftir Edvard Munch skiptu um hendur í fyrrahaust en gerði ekkert í því. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Erlent 20.12.2005 07:43
Bannar vestræna tónlist Forseti Írans hefur ákveðið að banna vestræna tónlist á útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Sem forseti Írans er Mahmoud Ahmedinajad líka yfirmaður menningarráðs landsins, sem hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis. Erlent 20.12.2005 11:14
Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken. Erlent 20.12.2005 07:41
Sharon útskrifaður af sjúkrahúsi Nú fyrir hádegið var Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útskrifaður af spítalanum í Jerúsalem sem hann hefur legið á síðan í fyrradag. Að sögn lækna hlaut hann ekki varanlegan skaða af völdum heilablóðfallsins. Erlent 20.12.2005 10:38
Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu. Erlent 20.12.2005 08:04
Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið. Innlent 20.12.2005 07:47
Hærra gjald fyrir reykingafólk í dönskum lestum Reykingafólk sóðar út segir danska járnbrautafyrirtækið DSB. Af þeim sökum hafa fargjöld reykingafólks verið hækkuð um helming á við það sem reyklausir borga. Einnig mun reyksætum fækka í lestunum og sumar lestir verða alveg reyklfríar. Er þetta gert vegna þess að þrif eftir reykingafólk kostar milljónir króna á ári hverju og einnig af tillitssemi við reyklausa. Gjaldhækkunin tekur gildi um áramót. Innlent 20.12.2005 07:40
Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar. Innlent 20.12.2005 07:32
Verkfall hafið í New York Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu. Erlent 20.12.2005 08:44
Bush að sækja í sig veðrið George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember. Erlent 20.12.2005 07:27
Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar. Erlent 20.12.2005 07:34
Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða. Erlent 20.12.2005 07:21
Sjóflugvél hrapaði við Miami Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu. Erlent 19.12.2005 20:47
Sharon líklega heim af spítalanum á morgun Heilsa Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki hafa beðið alvarlegan hnekki þegar hann fékk vægt heilablóðfall um helgina. Hann útskrifast að líkindum af sjúkrahúsi á morgun, og ætlar að halda sínu striki og stefna á endurkjör í kosningum sem fara fram eftir þrjá mánuði. Erlent 19.12.2005 20:32
Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bólivíu Yfirlýstur andstæðingur Bandaríkjanna og stuðningsmaður Fidels Castros sigraði í forsetakosningum í Bólivíu í nótt. Evo Morales fékk að líkindum í kringum helming atkvæða, en talningu er ekki lokið. Erlent 19.12.2005 18:52
Fimmtán grunaðir um þjálfun hryðjuverkamanna Spænska lögreglan hefur handtekið fimmtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks. Erlent 19.12.2005 18:33
Um helmingur Íraka í Danmörku vill snúa aftur heim ef stöðugleiki og friður kemst á í Írak Um helmingur þeirra 25.000 Íraka sem búsettir eru í Danmörku myndu vilja snúa heim til Íraks ef nýafstaðnar kosningar í landinu tryggja frið og stöðugleika. Osama Al-Erhayem, formaður Dansk-írakska félagsins í Danmörku, segir þetta í viðtalið við Berlingske Tidende í dag. Erlent 19.12.2005 15:41
Fær að fara heim á morgun Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels fær líklega að fara heim af spítala á morgun ef rannsóknir á honum í dag leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Sharon fékk vægt heilablóðfall í gær og lá á spítala í nótt. Læknir hans sagði upp úr hádeginu í dag að ekkert benti til að Sharon ætti á hættu að fá annað heilablóðfall næstunni. Erlent 19.12.2005 14:24
14 handteknir á Spáni Spænska lögreglan handtók í morgun fjórtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks. Erlent 19.12.2005 14:23
Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám. Innlent 19.12.2005 13:34
Jólagjöfin í ár: Sex milljóna króna sími Ertu í vanda með hvað þú vilt gefa ástinni í jólagjöf? Hvað með farsíma sem kostar litlar sex milljónir króna. Það er meðal þess sem rússneskir auðkýfingar geta lagt peninginn sinn í fyrir þessi jólin. Erlent 18.12.2005 14:31
Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu. Erlent 18.12.2005 18:25
Fyrstu kosningarnar síðan 1970 Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970. Erlent 18.12.2005 15:37
Bono, Bill og Melinda Gates fólk ársins Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og hjónin Bill og Melinda Gates voru í dag útnefnd fólk ársins 2005 af tímaritinu Time. Bono fær útnefninguna fyrir að berjast fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims en Bill og Melinda Gates fá hana fyrir að gefa meira fé til góðgerðarstarfa á skemmri tíma en nokkurt annað fólk í sögunni. Erlent 18.12.2005 15:05
Samþykkja að fella útflutningsstyrki niður Fulltrúar allra 149 aðildarríkja Alþjóða viðskiptastofnunarinnar samþykktu fyrir stundu samkomulag sem heldur lífi í viðræðum um aukið frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir. Erlent 18.12.2005 14:40
Cheney til Bagdad Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra. Erlent 18.12.2005 12:59
Um hundrað féllu í bardögum Um hundrað manns létust í bardögum stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við bæinn Adre í Tsjad, nærri landamærunum að Súdan í morgun, að sögn stjórnvalda í Tsjad. Þau segja uppreisnarmenn hafa ráðist á bæinn en stjórnarhermenn hrundið atlögu þeirra. Erlent 18.12.2005 12:37
Óvenju margar ófrískar konur á flóðasvæðunum Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. Þau telja að þetta sé eðlilegt náttúrulögmál. Erlent 18.12.2005 12:00
Fella niður útflutningsstyrki Ríkari þjóðir heims verða að fella niður alla útflutningsstyrki í landbúnaði fyrir árslok 2013 samkvæmt samkomulagi sem samningamenn á fundi Alþjóða verslunarstofnunarinnar komust að snemma í morgun. Erlent 18.12.2005 11:46
Nær fimmtíu farist í flóðum og aurskriðum 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga, hugsanlega fleiri. Nokkurra er saknað og má ætla að fleiri hafi drukknað en opinberar tölur segi til um á þessu stigi. Erlent 18.12.2005 10:47
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent