Erlent

Varð vitni að því þegar málverk skiptu um hendur

Norsk lögregla varð vitni að því í fyrra þegar málverkin Ópið og Madonna eftir Edvard Munch skiptu um hendur í fyrrahaust en gerði ekkert í því. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Lögreglan segist ekki hafa haft fulla yfirsýn yfir aðstæðurnar en tjáir sig ekki frekar um málið. Málverkunum, sem talin eru til þjóðargersema í Noregi, var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst í fyrra. Sex manns hafa verið ákærðir vegna ránsins en lögregla hefur enn ekki haft uppi á verkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×