Innlent

Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað

MYND/DV

Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar. Helmingurinn fékk hvítt súkkulaði en hinir dökkt. Dökka súkkulaðið mýkti og örvaði blóðstreymi í stífluðum æðum reykingamannana. Til þess að hafa áhrif þarf súkkulaðið að innihalda meira en sjötíu prósent af kakómassa og átta molar á dag þykir hæfilegur skammtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×