Píratar

Fréttamynd

„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meiri­hluta“

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent
Fréttamynd

Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar.

Innlent
Fréttamynd

Mólok heimtar barnfórnir

Í Gamla testamentinu er að finna fordæmingar Guðs í garð ýmissa siða sem Ísraelsmönnum var bannað að ástunda samkvæmt lögmáli Móse. Einn slíkur siður er barnfórnir, en guðinum Mólok mun hafa verið færðar slíkar fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Líkt og mörg önnur minni úr Biblíunni þá hefur fordæmingin á Mólok lifað með mannkyninu inn í nútímann og stundum er vísað til Móloks þegar fjallað er um hvers kyns skammsýnar og grimmilegar fórnir.

Skoðun
Fréttamynd

Stígamót alfarið á móti því að afnema klámbann

Stígamót taka undir það að kominn sé tími til að endurskoða löggjöfina um klám enda nær hún illa utan um þann stafræna veruleika sem við búum við í dag. Samtökin eru hinsvegar alfarið á móti því að bann við klámi verði afnumið. Heldur þurfi að horfast í augu við það að klám er í raun stór ógn við lýðheilsu og jafnrétti og grípa til viðeigandi aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu

Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á flótta svelt til hlýðni

Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Er ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur sama um réttindi barna?

Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.

Skoðun
Fréttamynd

„Klám er ekki nei­kvætt fyrir­bæri í eðli sínu“

Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Á sið­ferði heima í stjórn­málum?

„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunar­hætti og af­vopna þau sem nota hann til þess að af­saka og við­halda rót­gróinni mis­beitingu valds á vinnu­stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­mál til friðar

Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta

Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“

„Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn kasta á milli sín heitri klám­kar­töflu

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.