Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 12:47 Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata. Vísir/Lýður Valberg Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra. Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra.
Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira