Innflytjendamál

Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra
Auður Jónsdóttir rithöfundur segist forviða eftir atvik sem hún lenti í við Ingólfstorg í síðustu viku. Þar hafi lítill hópur fólks reynt að koma í veg fyrir það að hún settist upp í leigubíl sem afrískur maður ók. Hún hafi látið varnaðarorð fólksins sem vind um eyru þjóta og átt ánægjulega ferð með manninum.

Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel.

„Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“
Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu.

Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum.

„Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum
Ég vildi skrifa þetta vegna niðurstaðna nýlegrar skýrslu OECD sem gagnrýndi íslenska menntun með tilliti til þess að börn innflytjenda tala ekki íslensku.

Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka
Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál.

Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði
Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas.

Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“
Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega.

Einn af hverjum fjórum er erlendur ríkisborgari í atvinnulífinu
Íslenskur vinnumarkaður er mjög Evrópuvæddur en á íslenskum vinnumarkaði er einn af hverjum fjórum erlendur ríkisborgari. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en um 80% af þessum einstaklingum koma frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Ísland, þvert á flokka kærir þrjú fyrir hatursorðræðu
Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, samtök sem hafa nú í tvígang komið saman og mótmælt stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, segir að tekin hafi verði ákvörðun um að kæra þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði eða hatursorðræðu.

Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis
Samtökin Stígamót, Hagsmunasamtök brotaþola og W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna leggjast öll gegn því að reistur verði minnisvarði fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Tillögu Vinstri grænna um minnisvarðann hefur nú verið vísað til borgarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Talið við okkur áður en þið talið um okkur
Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu.

Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns
Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar.

1 stk. ísl. ríkisborgararéttur - kr. 1,600
Hvenær er maður íslendingur og hvenær ekki? Það eru víst ekki allir sammála um það en ég taldi mig þó vera íslending fyrstu 18 ár ævinnar enda fæddur í Reykjavík og ættaður að mestu úr Grímsnesinu og Flóanum. Langalangafi minn úr Hraungerðishreppi var sömuleiðis langafi Guðna Ágústssonar framsóknarfrömuðar með meiru og ég var alinn á rjómanum úr Búkollu greyinu og kjötfarsinu úr kaupfélaginu. Mat fyrir sjálfstæða íslendinga.

Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur.

Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti.

Segir „rasistum“ að leggja íslenska fánanum og fá sér sinn eigin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir rasista hafa misnotað þjóðfána Íslendinga á mótmælum á Austurvelli um helgina. Hún hvetur mótmælendur til að fá sér sitt eigið merki, ef halda eigi fleiri mótmælafundi eins og þann sem fór fram á laugardag.

Ef þið þurfið að segja upphátt að þið séuð ekki rasistar...
.. það gæti verið vísbending um að þið þurfið að taka skref til baka og rýna í viðhorfið ykkar um að búa í fjölbreyttu samfélagi. Breytingar geta verið erfiðar fyrir fólk og það að samfélagið eins og þið þekkið það sé að taka á sig nýja mynd getur verið erfitt að sætta sig við. En mikilvægt er að skilja að breytingar skapi rými til að vinna með viðhorf okkar á fólki, á okkar sjálfum og hlutverk okkar í samfélaginu.

Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í:

Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda
Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna.

Erfiðast að læra íslenskuna
Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku.

Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum
Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar.

Allt farið í hund og kött á þinginu
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu.

Kennum innflytjendum íslensku!
Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð.

Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar
Ríkislögreglustjóri segir fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum frjálst að tjá sig svo lengi sem hann beri ábyrgð á orðum sínum. Hún segir pólitískar væringar síðustu ár hafa bitnað á löggæslustörfum hér á landi.

Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ
Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.

Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum.

Áður en íslenskan leysist upp
Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr.

Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla
Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni.